Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 27. september 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmaður í Svíþjóð í bann fyrir að kalla andstæðing „hvítan strák"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aganefnd sænska knattspyrnusambandsins hefur dæmt Oke Akpoveta, sóknarmann Norrby í sænsku B-deildinni, í tveggja leikja bann fyrir að kalla andstæðing „hvítan strák".

Aganefndin komst að þeirri niðurstöðu að Akpoveta hafi í þessu tilfelli verið að tala niður til andstæðingsins og hægt sé að túlka ummælin sem kynþáttafordóma.

Akpoveta, sem er svartur, segist ekki muna nákvæmlega hvað átti sér stað.

„Að leik loknum lenti ég í orðaskiptum við einn leikmann þeirra. Ég man ekki 100 prósent hvað var sagt," sagði Akpoveta.

Það gerðist svipaður atburður í NBA-deildinni í körfubolta fyrir nokkrum vikum síðan. Montrezl Harrell, leikmaður LA Clippers, kallaði þá Luka Doncic, leikmann Dallas Mavericks, 'B**** a** white boy'. Harrell var ekki refsað fyrir það.

Það hefur átt sér stað bylting um allan heim eftir að lögreglumaður í Bandaríkjunum myrti George Floyd, óvopnaðan svartan mann, með því að þrýsta hnéi sínu við háls Floyd. Barist er fyrir jafnrétti á meðal allra kynþátta.
Athugasemdir
banner
banner