Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 27. september 2020 13:14
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Murphy: Bruno og Pogba geta ekki spilað saman
Gengur ekki að spila þeim saman segir Murphy
Gengur ekki að spila þeim saman segir Murphy
Mynd: Getty Images
Danny Murphy, fyrrum leikmaður Liverpool og Fulham, skrifaði grein inn á Mail Sport eftir 2-3 útisigur Manchester United gegn Brighton í gær.

Bruno Fernandes tryggði Manchester United sigur með marki úr vítaspyrnu sem dæmd var eftir lokaflaut leiksins. Boltinn fór í hendi Neal Maupay áður en lokaflautið kom og var vítaspyrna dæmd með aðstoð VAR.

Murphy veltir spilamennsku United-liðsins fyrir sér hvort Paul Pogba, sem tekinn var af velli snemma í seinni hálfleik, og Bruno Fernandes geti spilað saman á miðjunni í leikkerfi United. Murphy er á þeirri skoðun að þeir geti ekki spilað saman.

„Ole Gunnar Solskjær [stjóri Manchester United] er með stóra ákvörðun fyrir framan sig sem hann þarf að taka því Manchester United mun halda áfram að fá á sig mörk ef hann heldur áfram að spila Paul Pogba og Bruno Fernandes saman."

„Þeir eru báðir mjög skapandi en hvorugur er nægilega góður varnarlega til að spila saman á þriggja manna miðju. Það er alveg klárt gegn topp sex liðunum og á laugardag þá voru þeir oft nappaðir úr stöðu gegn Brighton. Þetta er ekki leti hjá Bruno eða Pogba. Þetta er bara hvernig þeir spila og varnarlega þurfa þeir að bregðast við í stað þess að þetta komi náttúrulega til þeirra. Þeir sjá hreinlega ekki hættuna nógu snemma. Þegar þeir átta sig á hættunni þá verða þeir að koma sér til baka og þá er það um seinan."


Murphy er spenntur fyrir kaupunum á Donny van de Beek og segir hann betri varnarlega en bæði Bruno og Pogba. Hann segir að Ole geti spilað Pogba og Bruno saman gegn slakari andstæðingum sem bjóða ekki upp á mikla sóknarógn.
Athugasemdir
banner
banner
banner