Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 27. september 2021 23:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arnar um McLagan: Ég þarf að ræða við hann
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslandsmeistaralið Víkings missir tvo af mikilvægustu leikmönnum liðsins þegar tímabilinu líkur en Sölvi Geir Ottesen og Kári Árnason munu leggja skóna á hilluna.

Arnar Gunnlaugsson er í leit að miðvörðum til að koma inn í liðið í þeirra stað.

Arnar sagði í hlaðvarpsþættinum Mikeshow að hann væri búinn að reyna ná á Kyle McLagan miðverði Fram án árangurs.

„Hann er ekki búinn að svara ennþá, hann er með nokkur tilboð. Gott að þú minntir mig á það ég þarf aðeins að ræða við hann," sagði Arnar.

Elvar Geir Magnússon, Tómas Þór Þórðarson og Sverrir Mar Stefánsson töluðu um leikmannamál Víkinga í Innkastinu í dag.

„Ég las í blöðunum með Kyle McLagan en hvort að hann sé nógu góður. Ég veit að það er fullt af fólki sem heldur að hann muni labba inn í hvaða lið sem er og verða sjálfkrafa einn besti miðvörður deildarinnar, við skulum átta okkur á því að það er gjá á milli þings og þjóðar þegar það kemur að Pepsi Max deildinni og Lengjudeild," sagði Tómas Þór fjölmiðlamaður og stuðningsmaður Víkings.

„Ég vona fyrir hönd vina minna í Fram að hann verði áfram þar," segir Sverrir.

„Ég er eiginlega sammála, ég vil að Fram sé vel samkeppnishæft á næsta ári," sagði Tómas.


Innkastið - Lokahóf eftir magnað tímabil
Athugasemdir
banner
banner
banner