Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 27. september 2021 10:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Einar neitaði að flytja út fyrr en eftir 25. september
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Einar Guðnason, aðstoðarþjálfari Víkings, væri að hætta hjá félaginu og væri að flytja til Svíþjóðar.

Víkingur varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn í 30 ár á laugardag og var Einar gestur í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í gær.

„Ég sjálfur er búinn að trúa því allan tímann að við yrðum Íslandsmeistarar, frá fyrsta leik. Ég er að hætta í Víkingi vegna þess að ég er að flytja til Svíþjóðar," sagði Einar í Dr. Football í gær.

„Konan mín er flutt út, hún er að fara í sérnám. Hún fékk tilboð um þessa stöðu í maí og þá voru um tvær umferðir búnar. Ég sagði: „Nei, ég get ekki farið fyrr en eftir 25. september, því við verðum Íslandsmeistarar og ég ætla vera með". Þetta er staðreynd. Við Arnar ræddum málin í vetur og fórum yfir það hvað þyrfti að gerast til að við yrðum Íslandsmeistarar. Í fyrra fórum við út með markmiðin en í ár vara þetta aldrei sagt beint út heldur hlaðið í undirmeðvitund leikmanna," sagði Einar.

Sjá einnig:
Einar Guðna hættir hjá Víkingum


Athugasemdir
banner
banner
banner