Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   þri 27. september 2022 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Einkunnagjöf Íslands: Tveir sem fá átta í Tirana
Guðlaugur Victor Pálsson.
Guðlaugur Victor Pálsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Davíð Kristján Ólafsson.
Davíð Kristján Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Birkir skilaði flottu verki.
Birkir skilaði flottu verki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Strákarnir okkar sýndu stórkostlega frammistöðu í seinni hálfleiknum gegn Albaníu og náðu í verðskuldað jafntefli eftir að hafa verið manni færri í 80 mínútur.

Hér fyrir neðan má sjá einkunnir íslenska liðsins í leiknum.

Lestu um leikinn: Albanía 1 -  1 Ísland

Rúnar Alex Rúnarsson - 7
Þurfti ekki að gera neitt rosalega mikið, ótrúlegt en satt. Komst vel frá þessu og varði vel þegar það þurfti.

Guðlaugur Victor Pálsson - 8 - Maður leiksins
Frábær leikur hjá honum í hægri bakverðinum. Mikill kraftur og dreif liðið áfram. Skildi hjartað eftir á vellinum og menn fylgdu að hans fordæmi.

Aron Einar Gunnarsson - ('10)
Rekinn af velli snemma og skildi liðið eftir í erfiðri stöðu. Fær falleinkunn.

Hörður Björgvin Magnússon - 5
Átti að gera betur í markinu. Ekki alveg hans besti leikur, það verður að segjast.

Davíð Kristján Ólafsson - 8
Verður betri með hverjum landsleiknum. Var virkilega góður í kvöld, sérstaklega varnarlega.

Birkir Bjarnason - 7
Mjög flottur leikur hjá Birki. Góð vinnsla í honum og var óheppinn að skora ekki í seinni hálfleik. Stjórnaði tempóinu vel.

Ísak Bergmann Jóhannesson - 6 ('69)
Mikil vinnsla í honum og barðist eins og ljón, en mátti sýna meiri gæði þegar hann fékk boltann. Líta í kringum sig.

Þórir Jóhann Helgason - 7
Gullsending í markinu. Var orðinn dauðþreyttur en hélt alltaf áfram. Átti svo þessa stórkostlegu sendingu.

Arnór Sigurðsson - 6 ('70)
Var mun betri í seinni hálfleik en í þeim fyrri. Átti góðan kafla snemma í seinni hálfleik.

Jón Dagur Þorsteinsson - ('13)
Var kippt af velli snemma og það er í raun ekki hægt að gefa honum einkunn.

Alfreð Finnbogason - 6 ('70)
Hefði verið hægt að nýta hann betur, en þegar hann komst í boltann þá gerði hann yfirleitt vel.

Varamenn:

Daníel Leó Grétarsson - 6 ('13)
Kom inn á snemma og það tók hann tíma að vinna sig inn í leikinn, en hann komst vel frá sínu.

Hákon Arnar Haraldsson - 6 ('69)
Fín innkoma hjá Hákoni.

Mikael Egill Ellertsson - 6 ('70)
Sprækur eins og gegn Venesúela.

Mikael Neville Anderson - 7 ('70)
Skoraði jöfnunarmarkið. Iron Mike!

Aðrir varamenn spiluðu ekki nóg til að fá einkunn.
Athugasemdir
banner
banner