Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 27. október 2020 22:34
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Guardiola: Fólk vill skemma allt þegar þú vinnur ekki
Mynd: Getty Images
„Við spiluðum mjög vel og við fengum fá færi á okkur. Ég er mjög sáttur með frammistöðuna og úrslitin. Það er alltaf erfitt að vinna á útivelli," sagði Pep Guardiola, stjóri Manchester City, eftir 0-3 útisigur á Marseille í Meistaradeildinni.

Ferran Torres, Ilkay Gundogan og Raheem Sterling skoruðu mörkin í leiknum.

„Raheem Sterling og Phil Foden voru frábærir. Við bjuggumst ekki við fimm manna varnarlínu og sama má segja um Porto síðast. Varnarlega var Laporte góður og Kyle Walker er að spila sinn besta fótbolta frá því ég tók við."

Guardiola var spurður út í gagnrýnina sem City hefur fengið á leiktíðinni en liðið hefur ekki náð góðum takti í úrvalsdeildinni.

„Við verðum að taka gagnrýninni. Við spilum tvo leiki í viku og þegar þú vinnur þá er það gott. En ef þú gerir það ekki vill fólk skemma allt. Það snýst samt bara um stjórnarformanninn og aðra til að skilja stöðuna. Hluti af gagnrýninni er réttmæt og það er starf okkar að taka henni."

„Þetta snýst um það sem við höfum gert síðasta mánuðinn. Það var takmarkaður undirbúningur, meiðsli og Covid-19. Meistaradeildin er á góðum stað núna og ég er viss um að vinum ná upp stöðugleikanum sem við viljum."

Athugasemdir
banner
banner