þri 27. október 2020 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin í dag - Mikael kíkir á Anfield
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Getty Images
Meistaradeildin fer ekki í pásu á milli umferða og fer önnur umferð riðlakeppninnar af stað í kvöld.

Tvö ensk lið eiga leiki í kvöld. Manchester City heimsækir Marseille á meðan Liverpool fær Mikael Neville Anderson og félaga í Midtjylland í heimsókn. Mikael fékk aðeins fjórar mínútur í 0-4 tapi gegn Atalanta í fyrstu umferð.

Ríkjandi meistarar Bayern heimsækja Lokomotiv Moskvu til Rússlands í öðrum af fyrri leikjum dagsins. Inter heimsækir Shakhtar Donetsk til Úkraínu í hinum, en þessi lið mættust í undanúrslitum Evrópudeildarinnar fyrr í sumar. Inter rúllaði yfir Shakhtar með fimm mörkum gegn engu.

Shakhtar má þó aldrei afskrifa en liðið heimsótti Real Madrid í fyrstu umferð og var án tíu aðalliðsmanna vegna Covid og meiðsla. Þeir mættu til leiks aðeins með 15 manna hóp og stóðu uppi sem sigurvegarar eftir að hafa komist þremur mörkum yfir í fyrri hálfleik.

Real Madrid heimsækir Borussia Mönchengladbach í stórleik og þá á Atletico Madrid heimaleik gegn RB Salzburg.

Margir telja áhugaverðasta leik kvöldsins fara fram í Bergamó, þar sem sóknarþenkjandi lið Atalanta tekur á móti risabönunum Ajax.

A-riðill:
17:55 Lokomotiv Moskva - FC Bayern (Stöð 2 Sport 4)
20:00 Atletico Madrid - Salzburg

B-riðill:
17:55 Shakhtar Donetsk - Inter
20:00 B. M'Gladbach - Real Madrid (Stöð 2 Sport)

C-riðill:
20:00 Porto - Olympiakos
20:00 Marseille - Man City

D-riðill:
20:00 Atalanta - Ajax
20:00 Liverpool - Midtjylland (Stöð 2 Sport 4)
Athugasemdir
banner
banner
banner