Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   fös 27. nóvember 2020 11:18
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Guardian 
Sannleikurinn á bak við frægustu myndina af Maradona
Ein frægasta íþróttaljósmynd sögunnar.
Ein frægasta íþróttaljósmynd sögunnar.
Mynd: Getty Images
Oft má satt kyrrt liggja og það á kannski við í þessu tilfelli? Jæja, of seint...

Þegar kemur að frábærum HM-myndum er það ein sem stendur öðrum fremur. Það er ein frægasta íþróttaljósmynd sögunnar. Diego Maradona stendur frammi fyrir sex leikmönnum Belgíu á HM 1982.

Ef einhver mynd sýnir hversu öflugur einstakur leikmaður er þá er það þessi mynd. Belgarnir virðast óttaslegnir fyrir framan einn besta, ef ekki besta, leikmann sögunnar.

Steve Powell heitir ljósmyndarinn en að mynda þennan leik var hans fyrsta verkefni fyrir Sports Illustrated.

„Litasamsetningin í myndinni er svo mögnuð. Grasið græna og rauði liturinn í treyjum Belgíu. Þessi mynd segir mikið og það þarf mikla heppni til að ná svona mynd. Þannig er þetta með margar eftirminnilegar myndir. Þú þarft bara að vera einbeittur og tilbúinn að grípa tækifærið," segir Powell.

Þegar þú horfir á myndina gætir þú ímyndað þér að Maradona hafi svo dansað í gegnum leikmennina áður en hann hafi þrumað knettinum framhjá markverðinum og í netið. En við ætlum að eyðileggja það fyrir þér.

Þó myndin sé mögnuð þá er hún mjög villandi. Maradona var ekki dekkaður af hópi leikmanna Belgíu, í raun og veru var hann alls ekki dekkaður. Hann fékk boltann eftir stutta aukaspyrnu Ossie Ardiles og leikmennirnir eru í raun varnarveggur sem er að leysast upp.

Maradona dansaði ekki framhjá Belgunum heldur átti hann misheppnaða sendingu og boltanum var hreinsað í burtu. Maradona átti frekar slakan leik og Belgarnir unnu 1-0 sigur.

Myndin er samt mögnuð.
Athugasemdir
banner
banner
banner