Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 27. nóvember 2020 19:33
Ívan Guðjón Baldursson
Solskjær: Bruno hefur sömu áhrif og Ronaldo
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær hefur gríðarlega miklar mætur á portúgölsku stjörnunni Bruno Fernandes sem hefur komið að 34 mörkum í fyrstu 35 leikjum sínum fyrir Manchester United.

Solskjær telur áhrifin sem Fernandes hefur haft á hópinn vera svipuð áhrifunum sem Cristiano Ronaldo hafði á sínum tíma. Rauðu djöflunum gekk gífurlega vel með Ronaldo innanborðs og vonast Solskjær til að félagið geti endurtekið leikinn með Fernandes í fararbroddi.

„Bruno hefur sömu áhrif og Ronaldo hafði á sínum tíma. Hann hefur gríðarlega jákvæð áhrif á liðsfélagana eins og sést þegar gengi liðsins er skoðað eftir komu hans. Hann er orkumikill leiðtogi sem spilar fyrir liðið," sagði Solskjær, en Man Utd heimsækir Southampton á sunnudaginn.

Fernandes spilar langflesta leiki Rauðu djöflanna enda algjör lykilmaður. Hann byrjaði á bekknum gegn RB Leipzig í Meistaradeildinni og var skipt inná í seinni hálfleik í stöðunni 1-0. Lokatölur urðu 5-0 fyrir Man Utd.

„Mér fannst erfitt að segja við Bruno að hann yrði hvíldur gegn RB Leipzig en hann tók því mjög vel, rétt eins og Marcus (Rashford). Þeir vita að þetta snýst um liðsheildina frekar en einstaklinga, það er gríðarlega mikilvægt. Þeir setja liðið í fyrsta sæti og sig sjálfa í annað sæti."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner