Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
   lau 27. nóvember 2021 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Furðuleg atburðarás í Portúgal: Benfica var 0-7 yfir í hálfleik
Benfica var 0-7 yfir í hálfleik.
Benfica var 0-7 yfir í hálfleik.
Mynd: Getty Images
Það var hreint út sagt ótrúlegur leikur í portúgölsku úrvalsdeildinni í kvöld er Benfica mætti Belenenses.

Belenenses lenti í vandræðum og braust út kórónuveirusmit hjá félaginu.

Það hafði mikil áhrif á leikinn og gat Belenenses aðeins byrjað með níu leikmenn inn. Þar af voru tveir markverðir, en samt fór leikurinn fram.

Níu leikmenn Belenenses gátu ekki veitt Benfica mikla samkeppni og var staðan 0-7 í hálfleik.

Heimamenn mættu aðeins með sjö leikmenn út í seinni hálfleikinn og var leikaður flautaður af eftir eina mínútu í seinni hálfleik þegar markvörðurinn Joao Monteiro henti sér í jörðina meiddur. Sex leikmenn Belenenses voru eftir, en það var ekki nóg til að klára leikinn og því flautaði dómarinn til leiksloka.

Virkilega furðuleg atburðarás og skrítið að leiknum hafi ekki verið frestað.


Athugasemdir
banner