Manchester City og Liverpool gerðu 1-1 jafntefli í stórleik helgarinnar í enska boltanum. Arsenal nýtti sér það og komst í toppsætið með því að vinna Brentford. Hér er úrvalslið umferðarinnar, valið af Garth Crooks sérfræðingi BBC.
Markvörður - Ederson (Manchester City): Ekki bara markvörður heldur einnig mikilvægur í uppspili Manchester City.
Varnarmaður - Trent Alexander-Arnold (Liverpool): Smellhitti boltann og jafnaði gegn Manchester City.
Miðjumaður - Michael Olise (Crystal Palace): Skoraði jöfnunarmark gegn Luton og átti frábæran leik. Luton tókst hinsvegar á endanum að landa sigri.
Miðjumaður - Mohammed Kudus (West Ham): Átti stoðsendingu og var framúrskarandi í sigri West Ham gegn Burnley.
Miðjumaður - Anthony Gordon (Newcastle): Heldur áfram að blómstra undir Eddie Howe. Skoraði gegn Chelsea.
Sóknarmaður - Alejandro Garnacho (Man Utd): Við erum í nóvember og mark tímabilsins er líklega komið.
Sóknarmaður - Joao Pedro (Brighton): Skoraði tvö mörk í 3-2 sigri gegn Nottingham Forest. Kom inn í fyrri hálfleik vegna meiðsla og breytti leiknum.
Athugasemdir