Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 27. nóvember 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho sagður hafa mikinn áhuga á brasilíska landsliðinu
Jose Mourinho.
Jose Mourinho.
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Roma á Ítalíu, er núna sagður horfa til þess að taka við brasilíska landsliðinu.

Brasilíska landsliðið er án þjálfara sem stendur en Tite hætti eftir HM í Katar.

Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, hefur verið sterklega orðaður við starfið og hefur það verið fullyrt í brasilískum fjölmiðlum að hann taki við starfinu þegar tímabilið klárast hjá spænska stórveldinu.

Mourinho sagði í síðustu viku að Ancelotti væri klikkaður ef hann myndi yfirgefa Real Madrid. „Ég held að aðeins klikkuð manneskja eins og ég gæti yfirgefið Real án þess að félagið vildi það."

Núna segir svo UOL í Brasilíu frá því að Mourinho hafi lýst yfir áhuga á því að taka við Brasilíu. Samningur hans við Roma rennur út eftir tímabilið og það þykir ólíklegt að hann verði áfram. Næsta skref hans verður mögulega í landsliðsfótbolta.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner