Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 28. janúar 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðar: Ætla gera vel hér og njóta lífsins í leiðinni
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Viðar Örn Kjartansson var í gær kynntur sem leikmaður Yeni Malatyaspor með skemmtilegri víkingakynningu.

Hann mun leika með tyrkneska félaginu út yfirstandandi leiktíð. Liðið er í 9. sæti tyrknesku deildarinnar. Liðið átti að leika í gær en þeim leik var frestað.

Hann var spurður út í vistaskiptin í viðtali við mbl.is: „Ég er mjög sáttur að vera búinn að klára þetta," sagði Viðar Örn við mbl.is

„Þetta er klúbb­ur sem er bú­inn að vera á eft­ir mér und­an­för­in tvö ár en það hef­ur ein­hvern veg­inn alltaf hist þannig á að það hef­ur ekki hentað mér á þeim tíma­punkti."

„Það verður að viður­kenn­ast að ég er ekki í mínu besta standi og það mun taka mig smá tíma að kom­ast í það. Þeir eru meðvitaðir um það og von­andi fæ ég smá tíma til þess að kom­ast í mitt besta form."

„Fólkið hérna er mjög vina­legt og þetta er spenn­andi. Það er ekki eins og ég sé að fara til Kór­eu og það verður gam­an að kynn­ast nýrri menn­ingu og upp­lifa öðru­vísi hluti."

„Ég missti ánægj­una af fót­bolta hjá Rubin Kazan og manni þarf að líða vel til þess að spila vel vil ég meina. Núna hefst nýr kafli á mín­um ferli og ég ætla mér að gera vel hérna og njóta lífs­ins í leiðinni,"
sagði Viðar að lokum.

Malatyaspor mætir næst Alanyaspor þann 2. febrúar.
Athugasemdir
banner
banner