Liverpool blandar sér í baráttuna um Baleba - Tonali til Chelsea? - Real Madrid á eftir Rodri - Chelsea undirbýr risatilboð í Rogers
   lau 28. janúar 2023 10:10
Aksentije Milisic
Caicedo skrópaði á æfingu hjá Brighton - Vill komast burt strax
Mynd: EPA

Moises Caicedo, miðjumaður Brighton, vill fara frá félaginu en hann birti færslu á Instagram í gær þar sem hann virtist vera biðja um sölu.


Arsenal bauð 60 milljónir punda í leikmanninn í gær en því var hafnað.

Fabrizio Romano tilkynnti það á Twitter reikningnum sínum í morgun að Caicedo hafi skrópað á æfingu hjá Brighton í dag og að hann vilji yfirgefa félagið strax.

Hann mun að öllum líkindum ekki spila leik liðsins gegn Liverpool á morgun í enska bikarnum. Chelsea bauð einnig í leikmanninn en þeirra 55 milljóna punda tilboði var hafnað.

Talið er að Arsenal muni koma með nýtt og betra tilboð í dag og því verður áhugavert að sjá hvernig málin þróast hjá þessum miðjumanni frá Ekvador.


Athugasemdir
banner
banner