Osimhen fer til Lundúna - Tuchel aftur til Englands - Zidane til Bayern? - Bayern og Liverpool berjast um Alonso
   lau 28. janúar 2023 19:25
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Þriðja jafnteflið í röð hjá Bayern
Julian Nagelsmann hefur verið við stjórnvölinn hjá Bayern í eitt og hálft tímabil.
Julian Nagelsmann hefur verið við stjórnvölinn hjá Bayern í eitt og hálft tímabil.
Mynd: EPA

FC Bayern 1 - 1 Eintracht Frankfurt
1-0 Leroy Sane ('34)
1-1 Randal Kolo Muani ('69)


Þýskalandsmeistarar FC Bayern voru rétt í þessu að ljúka við að gera þriðja jafnteflið sitt í röð.

Leroy Sane kom heimamönnum yfir í fyrri hálfleik en gestirnir frá Frankfurt gáfust ekki upp og náðu að gera jöfnunarmark á 69. mínútu. Randal Kolo Muani var þar á ferðinni og skoraði úr einu marktilraun Frankfurt sem hæfði rammann.

Bæjarar voru betri allan leikinn og óheppnir að skora ekki meira en eitt mark. Lokatölur urðu 1-1 og er Bayern áfram á toppi þýsku deildarinnar en þó aðeins einu stigi fyrir ofan Union Berlin og tveimur fyrir ofan RB Leipzig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner