Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 28. janúar 2023 21:15
Ívan Guðjón Baldursson
Yaya Sanogo kominn til Armeníu (Staðfest)
Yaya Sanogo og Alex Oxlade-Chamberlain voru gífurlega efnilegir.
Yaya Sanogo og Alex Oxlade-Chamberlain voru gífurlega efnilegir.
Mynd: Getty Images

Franski sóknarmaðurinn Yaya Sanogo er loksins búinn að finna sér nýtt félag eftir að hafa verið samningslaus í næstum því tvö ár. Hann er genginn til liðs við Urartu FC í efstu deild í Armeníu.


Sanogo, sem átti þrítugsafmæli á dögunum, þótti á sínum tíma gríðarlega mikið efni þegar hann var á mála hjá Auxerre og var svo keyptur til Arsenal.

Sanogo, sem raðaði inn mörkunum með yngri landsliðum Frakka og var nefndur sem einn af efnilegustu fótboltamönnum Evrópu, stóðst ekki væntingarnar sem til hans voru gerðar. 

Sumarið 2017 fór Sanogo til Toulouse á frjálsri sölu og skoraði 16 mörk í 72 leikjum áður en félagið leyfði honum að fara á frjálsri sölu eftir þrjú ár. Í kjölfarið hélt hann til Huddersfield en spilaði aðeins níu leiki fyrir félagið og hefur verið samningslaus íðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner