Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 28. febrúar 2020 15:00
Aksentije Milisic
Gerrard nær sögulegum árangri með Rangers
Mynd: Getty Images
Rangers komst áfram í 16 liða úrslit Evrópudeildarinnar þegar liðið vann góðan sigur í Portúgal gegn Braga.

Gerrard og lærisveinar hans lentu 2-0 undir á heimavelli í fyrri leik liðanna en tókst að snúa þeim leik sér í vil og taka 3-2 forystu með til Portúgals.

Það sem er áhugavert við þetta er að Rangers er fyrsta liðið í sögunni sem að byrjar í fyrstu umferð í forkeppni Evrópudeildarinnar og kemst alla leið í 16 liða úrslit.

Liðið hefur því spilað alls 16 leiki í keppninni hingað til og ljóst að það bætast tveir við, hið minnsta. Fyrir stuttu var verið að draga í 16 liða úrslitin og þar drógst Rangers gegn Bayer Leverkusen.

Rangers þurfti að spila fjögur einvígi, alls 8 leiki, til þess að komast í riðlakeppnina, sex leiki í riðlinum og nú tvo leiki í 32 liða úrslitunum.
Athugasemdir
banner
banner