fös 28. febrúar 2020 16:45
Magnús Már Einarsson
KSÍ mælir með að leikmenn heilsist ekki með handabandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Vegna tilmæla frá Almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra og Embætti landlæknis fer KSÍ þess á leit við aðildarfélögin að þau sleppi því að heilsast með handabandi fyrir leiki eins og venjan er þangað til annað verður ákveðið.

Í stað handabandsins mælist KSÍ með því að liðin stilli sér upp með hefðbundnum hætti og klappi í stutta stund áður en leikur hefst og hlutkesti varpað.

Fyrsta staðfesta smitið af kórónu veirunni á Íslandi var staðfest í dag en veiran hefur haft talsverð áhrif á fótbolta erlendis undanfarna daga.

Nánar má lesa um tilmæli vegna kórónaveirunnar á vef embættis landslæknis:
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner