fös 28. febrúar 2020 19:00
Elvar Geir Magnússon
Van Dijk verður launahæsti varnamaður heims
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Mikill hagnaður Liverpool gerir það að verkum að félagið getur keppt við hæstu launagreiðendur heimsfótboltans. Það hjálpar Liverpool að halda stjörnum á borð við Mo Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino sem allir hafa hækkað mikið í launum.

Leikmenn hafa verið að skrifa undir nýja samninga við félagið og segja enskir fjölmiðlar að varnarmaðurinn Virgil van Dijk muni fá samning í sumar sem geri hann að launahæsta varnarmanni heims.

Liverpool hefur notið mikillar velgengni innan sem utan vallar en liðið er með 22 stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni. Á morgun er leikur gegn Watford.

Jordan Henderson, James Milner og Xherdan Shaqiri eru á meiðslalista Liverpool en Jurgen Klopp sagði á fréttamannafundi í dag að þeir væru allir nálægt endurkomu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner