Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   sun 28. febrúar 2021 23:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jota ekki með Liverpool vegna veikinda
Diogo Jota er að snúa til baka inn í lið Liverpool eftir erfið meiðsli. Hann var þó ekki með liðinu í kvöld þegar 0-2 útisigur vannst gegn Sheffield United.

Jota var byrjaður að æfa með liðinu en gat ekki leikið með í kvöld vegna veikinda.

Jota meiddist á hné í desember og byrjaði að æfa aftur í vikunni. Klopp var mjög ánægður með hann á æfingum en Jota veiktist og var haldið frá hópnum í dag.

Alisson var þá frá í dag vegna tíðinda síðustu viku, faðir hans lést í Brasilíu. James Milner var mættur afur í hópinn eftir meiðsli og það styttist í að Fabinho snúi til baka.
Athugasemdir
banner