Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mið 28. febrúar 2024 10:30
Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur þegar búinn að hitta ráðherra
Icelandair
Þorvaldur og Ásmundur Einar í stúkunni í gær.
Þorvaldur og Ásmundur Einar í stúkunni í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það fór vel á með þeim Þorvaldi og Ásmundi.
Það fór vel á með þeim Þorvaldi og Ásmundi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ er rétt tekinn við embætti eftir að hafa verið kjörinn á ársþingi sambandsins á laugardaginn en hann er þegar mættur til starfa og átti mikilvægan hitting í Kópavoginum í gær.

Þorvaldur var mættur á Kópavogsvöll til að sjá Ísland vinna Serbíu og tryggja sér þar með áframhaldandi sæti í A-deild Þjóðadeildar kvenna.

Þegar hann gekk út í stúkuna í Kópavoginum í gær varð á vegi hans Ásmundur Einar Daðason ráðherra. Þorvaldur tók strax upp símann og spurning hvort hann hafi ekki verið að fá símanúmerið hjá Ásmundi Einari.

Þeir hafa um margt að ræða því málefni þjóðarleikvangs er á könnu Ásmundar Einars. Ljóst er að mikið þrot er komið í málefni þjóðarleikvangsins og ríkisstjórnin hefur ítrekað gengið á bak orða sinna um byggingu hans.

Þess í stað hefur verið meiri kraftur settur í að byggja Þjóðarhöll fyrir handbolta, körfubolta og aðrar inniíþróttir en reyndar er verið að svíkjast um þar líka því Ásmundur Einar hafði áður sagt búast við vinnuvélum í upphafi árs 2023. Þegar þetta er skrifað í lok febrúar 2024 er ekki einu sinni búið að teikna Þjóðarhöllina þó svo allskonar loforð dúkki reglulega upp.

Á meðfylgjandi myndum má sjá Þorvald og Ásmund Einar í Kópavoginum en vel fór á með þeim og spurning hvort nýkjörnum formanni takist að sannfæra ráðherrann um að taka upp gömul loforð ríkisstjórnarinnar og byggja þjóðarleikvang.
Athugasemdir
banner
banner
banner