Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   sun 28. mars 2021 17:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
„Ég lék þetta nú svolítið ef ég á að vera hreinskilinn við þig"
Icelandair
„Gríðarlegt svekkelsi, við vorum flottir í þessum leik, hefðum viljað ná í allavega punkt. Liðið stóð sig vel og það er klaufalegt í raun að vera ekki nær því að ná í punkt," sagði Ísak Óli Ólafsson eftir leik gegn Danmörku í dag. Ísland tapaði 0-2 í öðrum leik sínum á Evrópumótinu.

Hvernig var fyrir Ísak að ganga inn á völlinn í blárri treyju í fyrsta sinn á stórmóti?

„Stórt augnablik í mínu lífi, eitthvað sem við vorum búnir að stefna að sem lið fyrri sirka tveimur árum. Þetta er tjékk í box, hrikalega gaman fyrir mig og mína fjölskyldu."

Hvernig var að spila þennan leik, var Ísak ánægður með þína frammistöðu?

„Heilt yfir var ég það. Ég hefði viljað gera betur í öðru markinu, það kemur skrítið skopp og boltinn beint á Danina, shit happens en heilt yfir fínn leikur og mér fannst ég koma vel inn í þetta."

Hvað gerist þegar þú fiskar vítaspyrnuna?

„Ég sé að boltinn er svolítið lengri en hann á að vera, skoppar yfir hafsentinn og ég ræðst á boltann á undan markmanninum. Ég hefði viljað setja hann inn."

Var þetta vont?

„Já já, en ég lék þetta nú svolítið ef ég á að vera hreinskilinn við þig. Hann kýldi mig í eyrað, ef ég hefði ekki fengið vítið þá hefði ég kannski ekki legið svona lengi."

Ísak kom inn í liðið eftir að hafa verið á bekknum í fyrsta leik. Hvernig var fyrir hann að vera á bekknum í þeim leik?

„Það var auðvitað bara leiðinlegt. Þjálfarinn velur liðið og ég virði það. Þetta er 23ja manna stór og sterkur hópur. Maður getur ekki alltaf verið í liðinu," sagði Ísak Óli.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir
banner
banner