Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
   sun 28. mars 2021 17:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
„Ég lék þetta nú svolítið ef ég á að vera hreinskilinn við þig"
Icelandair
„Gríðarlegt svekkelsi, við vorum flottir í þessum leik, hefðum viljað ná í allavega punkt. Liðið stóð sig vel og það er klaufalegt í raun að vera ekki nær því að ná í punkt," sagði Ísak Óli Ólafsson eftir leik gegn Danmörku í dag. Ísland tapaði 0-2 í öðrum leik sínum á Evrópumótinu.

Hvernig var fyrir Ísak að ganga inn á völlinn í blárri treyju í fyrsta sinn á stórmóti?

„Stórt augnablik í mínu lífi, eitthvað sem við vorum búnir að stefna að sem lið fyrri sirka tveimur árum. Þetta er tjékk í box, hrikalega gaman fyrir mig og mína fjölskyldu."

Hvernig var að spila þennan leik, var Ísak ánægður með þína frammistöðu?

„Heilt yfir var ég það. Ég hefði viljað gera betur í öðru markinu, það kemur skrítið skopp og boltinn beint á Danina, shit happens en heilt yfir fínn leikur og mér fannst ég koma vel inn í þetta."

Hvað gerist þegar þú fiskar vítaspyrnuna?

„Ég sé að boltinn er svolítið lengri en hann á að vera, skoppar yfir hafsentinn og ég ræðst á boltann á undan markmanninum. Ég hefði viljað setja hann inn."

Var þetta vont?

„Já já, en ég lék þetta nú svolítið ef ég á að vera hreinskilinn við þig. Hann kýldi mig í eyrað, ef ég hefði ekki fengið vítið þá hefði ég kannski ekki legið svona lengi."

Ísak kom inn í liðið eftir að hafa verið á bekknum í fyrsta leik. Hvernig var fyrir hann að vera á bekknum í þeim leik?

„Það var auðvitað bara leiðinlegt. Þjálfarinn velur liðið og ég virði það. Þetta er 23ja manna stór og sterkur hópur. Maður getur ekki alltaf verið í liðinu," sagði Ísak Óli.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir