Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
Sá fyrir sér að spila allan ferilinn með Völsungi en fetar í spor föður síns
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
banner
   sun 28. mars 2021 17:42
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Györ, Ungverjaland
„Ég lék þetta nú svolítið ef ég á að vera hreinskilinn við þig"
Icelandair
„Gríðarlegt svekkelsi, við vorum flottir í þessum leik, hefðum viljað ná í allavega punkt. Liðið stóð sig vel og það er klaufalegt í raun að vera ekki nær því að ná í punkt," sagði Ísak Óli Ólafsson eftir leik gegn Danmörku í dag. Ísland tapaði 0-2 í öðrum leik sínum á Evrópumótinu.

Hvernig var fyrir Ísak að ganga inn á völlinn í blárri treyju í fyrsta sinn á stórmóti?

„Stórt augnablik í mínu lífi, eitthvað sem við vorum búnir að stefna að sem lið fyrri sirka tveimur árum. Þetta er tjékk í box, hrikalega gaman fyrir mig og mína fjölskyldu."

Hvernig var að spila þennan leik, var Ísak ánægður með þína frammistöðu?

„Heilt yfir var ég það. Ég hefði viljað gera betur í öðru markinu, það kemur skrítið skopp og boltinn beint á Danina, shit happens en heilt yfir fínn leikur og mér fannst ég koma vel inn í þetta."

Hvað gerist þegar þú fiskar vítaspyrnuna?

„Ég sé að boltinn er svolítið lengri en hann á að vera, skoppar yfir hafsentinn og ég ræðst á boltann á undan markmanninum. Ég hefði viljað setja hann inn."

Var þetta vont?

„Já já, en ég lék þetta nú svolítið ef ég á að vera hreinskilinn við þig. Hann kýldi mig í eyrað, ef ég hefði ekki fengið vítið þá hefði ég kannski ekki legið svona lengi."

Ísak kom inn í liðið eftir að hafa verið á bekknum í fyrsta leik. Hvernig var fyrir hann að vera á bekknum í þeim leik?

„Það var auðvitað bara leiðinlegt. Þjálfarinn velur liðið og ég virði það. Þetta er 23ja manna stór og sterkur hópur. Maður getur ekki alltaf verið í liðinu," sagði Ísak Óli.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan
Athugasemdir