Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. mars 2023 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
„Getum ekki beðið í önnur þrjú ár eftir að sjá hann aftur"
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

James Maddison fékk loksins tækifæri með enska landsliðinu, þremur árum eftir sinn fyrsta leik, þegar það tók á móti stríðshrjáðum Úkraínumönnum í undankeppni EM um helgina.


Maddison, sem er 26 ára leikmaður Leicester, var í byrjunarliðinu gegn Úkraínu og átti góðan leik í 2-0 sigri.

„Þetta var eins og að spila fyrsta landsleikinn aftur, það er svo langt síðan ég spilaði síðast fyrir landsliðið," sagði Maddison eftir sigurinn. „Ég hef gert allt í mínu valdi til að komast aftur í enska landsliðið. Margir vinir mínir hafa verið að spila fyrir landsliðið meðan ég sit heima í stofu og horfi á þá í gegnum sjónvarpið. Það er mjög erfitt, mig hefur lengi langað að vera partur af þessum hóp.

„Ég vona að ég sé búinn að vinna mér inn traust hjá stjóranum, svo hann viti að ég er alltaf til taks fyrir landsliðið og mun skila góðri frammistöðu. Mér fannst ég eiga fínan leik í kvöld."

Gareth Southgate landsliðsþjálfari stillti Maddison upp á vinstri kantinum, þar sem hann tengdi vel við fyrrum liðsfélaga sinn Ben Chilwell sem er vinstri bakvörður Chelsea í dag. Maddison átti flottan leik, hann skapaði fimm marktækifæri en klúðraði einnig góðu færi.

Fótboltasérfræðingarnir og fyrrum úrvalsdeildarleikmennirnir Joe Cole og Chris Sutton tjáðu sig um frammistöðu Maddison og hrósuðu honum í hástert. „Við getum ekki beðið í önnur þrjú ár eftir að sjá hann aftur með landsliðinu," er meðal þess sem Joe Cole hafði að segja.


Athugasemdir
banner
banner
banner