Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 28. apríl 2021 10:45
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Viðar Örn velur draumaliðið sitt - FC Hlaupageta
Lið Viðars. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Lið Viðars. Smelltu á myndina til að sjá hana stærri.
Mynd: Draumaliðsdeild Eyjabita
Mynd: Getty Images
Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson er leikmaður Vålerenga í Noregi. Hann hefur stillt upp liði sínu í Draumaliðsdeild Eyjabita fyrir sumarið.

Opnunarleikur mótsins er á föstudagskvöldið og þarf að vera búinn að velja rúmum klukkutíma fyrir fyrsta leik.

Smelltu hér til að taka þátt í leiknum!

Viðar stillir upp í 4-3-3 fyrir fyrsta leik.

„Ég verð að setja frænda minn Icelands Nr. 1 í markið enda lofaði hann mér 10 plús clean sheet um daginn," segir Viðar.

„Guðmann er víst í toppstandi þessa dagana og reikna ég með að sjá hans bestu hliðar í sumar. Ræddi aðeins við Kára um daginn og hann sagði að það væri nánast öruggt að hann myndi skora fleiri en 5 í ár."

„Miðjan: Þetta verður tímabilið hans Sigga Lár, ekkert flóknara en það. Og hinir 2 verða drjúgir frá upphafi til enda þessa móts. Reikna með að þurfa bara ekkert að breyta miðjunni í sumar. "

„Sókn: Ég ræddi við Matta um daginn og hann sagði að allt undir 10 mörkum yrði vonbrigði þannig ég verð að taka hann á orðinu þar og gefa honum bandið."

„Árni verður lykilmaður í sókn Blika og mun líklega setja svona 15+. Hákon verður spútnik leikmaður þessa móts í ár og mun tryggja Skaganum áframhaldandi veru í deild þeirra bestu - engin pressa,"
sagði Viðar.

Lið Viðars heitir FC Hlaupageta. „Matti Vill hleypur 100 pé mest, hann elskar að hlaupa."

Sjá einnig:
Valgeir Valgeirs velur draumaliðið sitt
Oliver Stefáns velur draumaliðið sitt
Stefán Teitur velur draumaliðið sitt
Bjarni Mark velur draumaliðið sitt
Valgeir Lunddal velur draumaliðið sitt
Hörður Snævar velur draumaliðið sitt
Andri Fannar velur draumaliðið sitt
Hrafnkell Freyr velur draumaliðið sitt
Atli Viðar velur draumaliðið sitt
Aron Elís velur draumaliðið sitt
Daníel Leó velur draumaliðið sitt
Athugasemdir
banner
banner
banner