Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
banner
   þri 28. maí 2019 22:59
Ívan Guðjón Baldursson
Rafn Markús: Risastór sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkinga var ánægður með sögulegan sigur sinna manna gegn nágrönnunum í Keflavík fyrr í kvöld.

Liðin mættust í 16-liða úrslitum og er sigurinn sögulegur vegna þess að Njarðvík hefur aldrei áður komist svona langt í bikarnum.

„Þessi sigur var risastór, hann var alveg feykilega stór. Að komast í 8-liða úrslit er risastórt fyrir okkur og er þetta í fyrsta skipti í sögu félagsins," sagði Rafn Markús að leikslokum, sem aðhyllist fyrst og fremst sterkan og agaðan varnarleik.

„Þetta er okkar leikur og við gerum hann vel. Það er virkilega gott að halda hreinu tvo leiki í röð. Þetta er góður varnarleikur og markvarsla og við förum lítið út fyrir það svo sem."

Toni Tipuric fór meiddur af velli á 64. mínútu og var Rafn svekktur enda hefur Toni verið einn af bestu leikmönnum Njarðvíkinga. Atli Geir Gunnarsson leysti þó vel í skarðið. Rafn hrósaði svo Brynjari Atla Bragasyni fyrir frábæra frammistöðu í markinu. Hann var að láni hjá Víði í Garði í fyrra.

„Brynjar er okkar markmaður og hefur verið hjá okkur síðan hann var smá gutti. Það var partur af þessu í fyrra að fara út í Garð og hann stóð sig vel þar, var held ég besti maður Víðis í fyrra. Hann kemur öflugur til okkar í ár og hefur spilað nokkra leiki feykivel."
Athugasemdir