Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
   þri 28. maí 2019 22:59
Ívan Guðjón Baldursson
Rafn Markús: Risastór sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkinga var ánægður með sögulegan sigur sinna manna gegn nágrönnunum í Keflavík fyrr í kvöld.

Liðin mættust í 16-liða úrslitum og er sigurinn sögulegur vegna þess að Njarðvík hefur aldrei áður komist svona langt í bikarnum.

„Þessi sigur var risastór, hann var alveg feykilega stór. Að komast í 8-liða úrslit er risastórt fyrir okkur og er þetta í fyrsta skipti í sögu félagsins," sagði Rafn Markús að leikslokum, sem aðhyllist fyrst og fremst sterkan og agaðan varnarleik.

„Þetta er okkar leikur og við gerum hann vel. Það er virkilega gott að halda hreinu tvo leiki í röð. Þetta er góður varnarleikur og markvarsla og við förum lítið út fyrir það svo sem."

Toni Tipuric fór meiddur af velli á 64. mínútu og var Rafn svekktur enda hefur Toni verið einn af bestu leikmönnum Njarðvíkinga. Atli Geir Gunnarsson leysti þó vel í skarðið. Rafn hrósaði svo Brynjari Atla Bragasyni fyrir frábæra frammistöðu í markinu. Hann var að láni hjá Víði í Garði í fyrra.

„Brynjar er okkar markmaður og hefur verið hjá okkur síðan hann var smá gutti. Það var partur af þessu í fyrra að fara út í Garð og hann stóð sig vel þar, var held ég besti maður Víðis í fyrra. Hann kemur öflugur til okkar í ár og hefur spilað nokkra leiki feykivel."
Athugasemdir
banner