Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   þri 28. maí 2019 22:59
Ívan Guðjón Baldursson
Rafn Markús: Risastór sigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rafn Markús Vilbergsson þjálfari Njarðvíkinga var ánægður með sögulegan sigur sinna manna gegn nágrönnunum í Keflavík fyrr í kvöld.

Liðin mættust í 16-liða úrslitum og er sigurinn sögulegur vegna þess að Njarðvík hefur aldrei áður komist svona langt í bikarnum.

„Þessi sigur var risastór, hann var alveg feykilega stór. Að komast í 8-liða úrslit er risastórt fyrir okkur og er þetta í fyrsta skipti í sögu félagsins," sagði Rafn Markús að leikslokum, sem aðhyllist fyrst og fremst sterkan og agaðan varnarleik.

„Þetta er okkar leikur og við gerum hann vel. Það er virkilega gott að halda hreinu tvo leiki í röð. Þetta er góður varnarleikur og markvarsla og við förum lítið út fyrir það svo sem."

Toni Tipuric fór meiddur af velli á 64. mínútu og var Rafn svekktur enda hefur Toni verið einn af bestu leikmönnum Njarðvíkinga. Atli Geir Gunnarsson leysti þó vel í skarðið. Rafn hrósaði svo Brynjari Atla Bragasyni fyrir frábæra frammistöðu í markinu. Hann var að láni hjá Víði í Garði í fyrra.

„Brynjar er okkar markmaður og hefur verið hjá okkur síðan hann var smá gutti. Það var partur af þessu í fyrra að fara út í Garð og hann stóð sig vel þar, var held ég besti maður Víðis í fyrra. Hann kemur öflugur til okkar í ár og hefur spilað nokkra leiki feykivel."
Athugasemdir
banner
banner