Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 28. maí 2020 11:45
Elvar Geir Magnússon
„Fer framhjá mönnum eins og að drekka vatn"
Djair Parfitt-Williams.
Djair Parfitt-Williams.
Mynd: Fylkir
Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, var gestur í hlaðvarpsþættinum Niðurtalningin í vikunni og ræddi meðal annars um þá leikmenn sem Fylkir hefur fengið til sín.

Hann segir að Þórður Gunnar Hafþórsson sem kom frá Vestra sé feykilega spennandi leikmaður.

„Við höfum fengið inn afskaplega spennandi leikmenn sem hafa staðið sig vel í vetur, eins og Þórð frá Vestra. Ég ætla ekki að setja einhverja pressu á hann í sumar. Hann fær fullt af mínútum í sumar. Hann kemur úr 2. deildinni en það sem hann hefur sýnt hjá okkur hefur verið rosalega spennandi," segir Ragnar Bragi.

Hann segir að vængmaðurinn Djair Parfitt-Williams, sem er frá Bermúda, eigi eftir að skemmta íslenskum fóboltaáhugamönnum. Um er að ræða 23 ára leikmann sem á einn aðalliðsleik að baki fyrir West Ham.

„Það er leikmaður sem við höfðum ekki með í fyrra og öðruvísi kantari en við höfum verið með. Það er langt síðan hann hefur spilað en var að æfa síðasta haust með West Brom hjá Slaven Bilic. Hann kemur í hörkustandi til okkar. Hann er kominn aftur í gang," segir Ragnar Bragi.

„Hann er með ægilega tækni og sólar mikið, það er viðbjóður að eiga við hann á æfingum. Hann fer framhjá mönnum eins og að drekka vatn. Það tekur örugglega smá tíma að koma sér inn í hlutina en þegar líður á munum við 100% sjá hvað býr í honum."

Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan eða í gegnum Podcast forrit.
Niðurtalningin - Nýr fyrirliði Fylkis og endurkoma fótboltans
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner