Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 28. maí 2020 20:15
Ívan Guðjón Baldursson
Gbamin frá keppni næstu sex mánuði
Mynd: Getty Images
Jean-Philippe Gbamin, varnarsinnaður miðjumaður Everton, hefur verið hrjáður af meiðslum frá komu sinni til Englands fyrir ári síðan.

Everton greiddi 25 milljónir punda fyrir Gbamin síðasta sumar og hefur hann aðeins komið við sögu í tveimur úrvalsdeildarleikjum á tímabilinu vegna meiðsla á læri.

Gbamin var byrjaður að taka léttar æfingar með hópnum og var búist við að hann gæti byrjað að spila í júlí. Þær vonir urðu að engu þegar hann meiddist á hásin á æfingu í dag.

Gbamin á eftir að gangast undir frekari rannsóknir en BBC og Sky telja hann vera frá keppni í minnst sex mánuði vegna meiðslanna. Ef meiðslin eru á versta veg gæti miðjumaðurinn misst af rúmlega níu mánuðum.
Athugasemdir
banner
banner
banner