Man Utd tilbúið að hlusta á tilboð í Rashford og Martínez - Arteta vill Vlahovic - Ashworth gæti tekið til starfa hjá Arsenal
   sun 28. maí 2023 13:49
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Þýskaland: Glódís skoraði er Bayern varð meistari eftir stórsigur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Bayern Munchen er þýskur meistari kvenna og fylgir því í fótspor karlaliðsins sem vann titilinn í gær.


Glódís Perla Viggósdóttir var í byrjunarliðinu í dag sem valtaði yfir Potsdam sem endaði á botninum með aðeins 8 stig í 22 leikjum.

Leiknum lauk með 11-1 sigri Bayern en Glódís skoraði tíunda mark liðsins.

Karólína Lea Vilhjálmsdóttir kom inn á sem varamaður í hálfleik en Cecilía Rán Rúnarsdóttir sat á bekknum.

Wolfsburg endar í 2. sæti, tveimur stigum á eftir Bayern eftir 2-1 sigru á Freiburg. Sveindís Jane Jónsdóttir var í byrjunarliðinu og lagði upp fyrra markið.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner