Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 28. júlí 2021 21:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lengjudeildin: Ófarir Grindavíkur héldu áfram í Grafarvogi
Lengjudeildin
Bakare var hetja Fjölnis.
Bakare var hetja Fjölnis.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Fjölnir 2 - 1 Grindavík
0-1 Sigurður Bjartur Hallsson ('62 , víti)
1-1 Andri Freyr Jónasson ('69 )
2-1 Michael Bakare ('72 )
Rautt spjald: Marinó Axel Helgason , Grindavík ('21)
Lestu um leikinn

Fjölnir vann mikilvægan endurkomusigur á Grindavík er liðin mættust í Lengjudeildinni í kvöld.

Grindavík missti mann af velli um miðbik fyrri hálfleik er Marinó Axel Helgason fékk að líta beint rautt spjald. „Andri Freyr sloppinn í gegn eftir langa sendingu fram og Marinó rífur hann niður, klaufalegt en hárrétt," skrifaði Haraldur Örn Haraldsson í beinni textalýsingu er rauða spjaldið fór á loft.

Einum færri gerðu Grindavíkingar vel lengi vel og þeir tóku meira að segja forystuna eftir rúman stundarfjórðung í seinni hálfleiknum. Sigurður Bjartur Hallsson, sem hefur verið frábær í sumar, skoraði þá af vítapunktinum eftir að brotið var á Jósef Kristni Jósefssyni innan teigs.

Jósef Kristinn er nýbúinn að taka skóna aftur af hillunni og var þetta hans fyrsti leikur í sumar.

Fjölnir svaraði þessu marki þó mjög vel og voru heimamenn komnir með forystuna tíu mínútum síðar. Andri Freyr Jónasson jafnaði og þremur mínútum eftir það bætti Michael Bakare við marki. Englendingurinn hefur komið öflugur inn í lið Fjölnis.

Lokaniðurstaðan 2-1 sigur Fjölnis sem er núna í þriðja sæti, þremur stigum frá ÍBV í öðru sæti. ÍBV á leik til góða. Grindavík er í fimmta sæti með 20 stig og hefur ekki tekist að vinna leik síðan 18. júní.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner