banner
   fim 28. júlí 2022 19:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spáin fyrir enska - 18. sæti - „Þetta byrjaði fyrir um tíu árum síðan"
Brentford
Thomas Frank, stjóri Brentford.
Thomas Frank, stjóri Brentford.
Mynd: EPA
Brentford endaði í 13. sæti á síðustu leiktíð.
Brentford endaði í 13. sæti á síðustu leiktíð.
Mynd: Getty Images
Markvörðurinn David Raya er öflugur.
Markvörðurinn David Raya er öflugur.
Mynd: EPA
Ivan Toney sér um að skora mörkin.
Ivan Toney sér um að skora mörkin.
Mynd: Getty Images
Myndir frá Rúnari Óla Einarssyni, stuðningsmanni Brentford.
Myndir frá Rúnari Óla Einarssyni, stuðningsmanni Brentford.
Mynd: Úr einkasafni
Það er mikil stemning á heimaleikjum Brentford.
Það er mikil stemning á heimaleikjum Brentford.
Mynd: Getty Images
Aaron Hickey er spennandi bakvörður.
Aaron Hickey er spennandi bakvörður.
Mynd: EPA
Hvar endar Brentford á þessu tímabili?
Hvar endar Brentford á þessu tímabili?
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin, sem er í miklu uppáhaldi hjá flestum fótboltaunnendum á Íslandi, hefst um næstu helgi. Það er rúm vika í fyrsta leik.

Líkt og síðustu ár, þá munum við kynna liðin í deildinni eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Við heyrum líka í stuðningsfólki hvers lið og tökum púlsinn fyrir tímabilið sem er framundan.

Næst í röðinni er það Brentford sem er spáð 18. sæti.

Um Brentford: Léku í fyrra í fyrsta sinn í ensku úrvalsdeildinni frá því hún var stofnuð í núverandi mynd 1992-93. Brentford gerði betur en allir héldu og þeir heilluðu fólk með hugrökkum leikstíl sínum. En núna eru þeir á leið inn í sitt annað tímabil og stundum er talað um 'second season syndrome' þar sem liðum gengur illa á sínu öðru tímabili eftir að hafa komist upp. Nær Brentford að yfirstíga það og halda sér uppi?

Brentford hefur farið skynsama leið á leikmannamarkaðnum í sumar og bætt við sig nokkrum öflugum leikmönnum sem koma til með að styrkja liðið. En þeir misstu Christian Eriksen og það verður fróðlegt að sjá hvernig tekst hjá þeim að fylla í það skarð.

Komnir:
Aaron Hickey frá Bologna - 18,6 milljónir punda
Keane Lewis-Potter frá Hull - 16 milljónir punda
Ben Mee frá Burnley - frítt
Thomas Strakosha frá Lazio - frítt

Farnir:
Marcus Forss til Middlesbrough - 3,5 milljónir punda
Daniel Oyegoke til MK Dons - á láni
Dominic Thompson til Blakcpool - óuppgefið kaupverð
Christian Eriksen til Manchester United - frítt
Mathias Jørgensen fékk ekki nýjan samning

Lykilmenn: David Raya, Christian Nørgaard og Ivan Toney
Þrír leikmenn sem voru allir með liðinu í fyrra og spiluðu þá stóra rullu. Raya er gríðarlega hæfileikaríkur nútímamarkvörður, Nørgaard er berserkur inn á miðsvæðinu og Toney á að sjá um að skora mörkin. Toney verður að byggja ofan á það sem hann gerði í fyrra og skora enn meira en þessi 12 deildarmörk sem hann gerði þá.



Þessi stemning er ólýsanleg
Rúnar Óli Einarsson er mikill stuðningsmaður Brentford. Við fengum hann til að svara nokkrum spurningum um liðið og tímabilið sem er framundan.

Ég byrjaði að halda með Brentford af því að... Þetta byrjaði fyrir um tíu árum síðan. Bróðir minn, Gunnar Örn Einarsson, bjó í London. Hann kynntist hann eldri manni í vinnunni sem var Brentford stuðningsmaður og var búinn að vera frá unga aldri. Hann spurði hann hvort hann vildi ekki koma á leik með Brentford; það hélt hann nú og fór með honum. Eftir leikinn fékk ég símtal og eftir það símtal var ekki aftur snúið. Ótrúlegur hópur af mönnum sem hann - og svo við - hittum fyrir alla heimaleiki á sama pöbb. Þessi stemning er ólýsanleg.

Hvernig fannst þér síðasta tímabil og hvernig líst þér á tímabilið sem framundan er? Síðasta tímabil var auðvitað framar vonum en við félagarnir höfðum alltaf trú á því að við myndum halda okkur uppi. Eftir komu Eriksen kom það sem okkur vantaði; maður sem er frábær sóknarlega bæði í að finna menn og skora. Við erum mjög spenntir fyrir komandi tímabili. Það eru nokkrir spennandi leikmenn komnir inn, Aaron Hickey, Keane Lewis-Potter og nú síðast Ben Mee, en mér finnst við þurfa einn sóknarmann í viðbót. Við bræður mætum á fyrsta heimaleik gegn Man Utd.

Hefur þú farið út til Englands að sjá þitt lið spila? Ef svo er, hvernig var það? Já, ég byrjaði að fara fyrir tíu árum á Brentford leiki og hef farið á hverju ári síðan, en mun oftar síðustu ár síðan ég keypti ársmiða. Þetta er alltaf jafn gaman og stemningin á vellinum er ótrúleg. Okkur bræðrum hlakkar alltaf jafn mikið til að hitta vini okkar í London. Það var samt söknuður af Griffin Park, gamla vellinum sem var einstakur. Við vorum alltaf í standandi stúkunni þar og líka á nýja vellinum - West Stand.

Uppáhalds leikmaðurinn í liðinu í dag? Það eru nokkrir en verð að segja Rico Henry.

Leikmaður sem þú myndir vilja losna við? Af þeim sem spila reglulega, þá myndi ég segja Mathias Jensen. Mér finnst hann ekki nægilega góður.

Leikmaður í liðinu sem fólk á að fylgjast sérstaklega með í vetur? Keane Lewis-Potter er spennandi leikmaður. Vonandi kemur hann sterkur inn í vetur.

Ef ég mætti velja einn leikmann úr öðru liði í ensku úrvalsdeildinni myndi ég velja... Hefði viljað halda Christian Eriksen en annars er það Kevin De Bruyne.

Ertu ánægður með knattspyrnustjórann? Hvernig er ekki hægt að elska Thomas Frank?

Hversu stórt er það að missa Christian Eriksen? Það var mjög stórt að missa hann, en við vorum líka heppnir að hafa fengið hann því hann er sérstakur leikmaður.

Í hvaða sæti mun Brentford enda á tímabilinu? 10. sæti og við tökum líka bikarævintýri.




Hér fyrir neðan má svo sjá hvernig spá fréttafólks Fótbolta.net lítur út. Við munum kynna síðasta liðið sem er í fallsæti í þessari spá síðar í dag.

Þau sem spáðu: Alexandra Bía Sumarliðadóttir, Aksentije Milisic, Arnar Laufdal Arnarsson, Brynjar Ingi Erluson, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Jóhann Þór Hólmgrímsson, Ívan Guðjón Baldursson, Sverrir Örn Einarsson, Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke.

Liðin fengu eitt stig og upp í 20 eftir það hvar hver og einn spáði þeim. Liðið í síðasta sæti fékk eitt stig, liðið í 19. sæti tvö stig og koll af kolli. Stigin í spánni tengjast á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.
.

Spáin:
1.
2.
3.
4.
5.
6.
7.
8.
9.
10.
11.
12.
13.
14.
15.
16.
17.
18. Brentford, 42 stig
19. Nottingham Forest, 35 stig
20. Bournemouth, 11 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner