Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 28. júlí 2022 15:30
Elvar Geir Magnússon
Dwight McNeil í Everton (Staðfest)
McNeil í lyftingarsal Everton.
McNeil í lyftingarsal Everton.
Mynd: Getty Images
Dwight McNeil hefur skrifað undir fimm ára samning við Everton en félagið kaupir hann frá Burnley fyrir um 20 milljónir punda. Þessi 22 ára kantmaður er þriðji leikmaðurinn sem Everton fær í sumar, á eftir James Tarkowski og lánsmanninum Rúben Vinagre.

McNeil kom upp úr unglingastarfi Burnley og lék sinn fyrsta aðalliðsleik 2017. Hann hefur spilað 147 leiki fyrir félagið en Burnley féll úr úrvalsdeildinni á síðasta tímabili.

„Það er ótrúleg tilfinning að hafa skriifað undir. Um leið og ég heyrði af áhuga Everton vildi ég klára þetta samstundir. Ég vildi vera hluti af þessu," sagði McNeil við heimasíðu Everton en hann var beðinn um að lýsa sjálfum sér sem leikmanni.

„Ég er beinskeyttur þegar ég fæ boltann, ég vil fá boltann, leita inn og skapa færi fyrir lið mitt. Ég vil hjálpa liðinu eins mikið og ég get og er tilbúinn að sinna varnarvinnunni líka."

Everton er nú orðað við Gana Gueye, varnartengilið PSG, og eru viðræður sagðar í gangi við Frakklandsmeistarana.
Athugasemdir
banner
banner
banner