Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   þri 28. ágúst 2018 11:01
Magnús Már Einarsson
Ennþá óljóst hvort Emil og Jói nái landsleikjunum
Icelandair
Emil Hallfreðsson.
Emil Hallfreðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ennþá er óljóst hvort Emil Hallfreðsson og Jóhann Berg Guðmundsson verði með íslenska landsliðinu í komandi leikjum gegn Sviss og Belgíu í Þjóðadeildinni.

Þeir fóru báðir meiddir af velli í fyrri hálfleik í leikjum með félagsliðum sínum um helgina. Emil fór meiddur af velli eftir tíu mínútur í leik Frosinone og Bologna og Jóhann Berg fór snemma af velli í leik Burnley og Fulham.

Jóhann Berg meiddist aftan í læri en Burnley hefur ekki gefið meira út um meiðsli hans. Emil fer í segulómskoðun í dag þar sem meiðsli hans koma betur í ljós en Vísir greinir frá þessu.

„Ég fann smá kipp aftan í lærinu. Mér finnst eins og þetta sé ekki alvarlegt eða ég er allavega að vona það. Ég vona að það hafi hjálpað til hversu snöggur ég var að hætta leik,“ segir Emil við Vísi.

Alfreð Finnbogason og Aron Einar Gunnarsson eru báðir fjarri góðu gamni vegna meiðsla en þeir voru ekki í landsliðshópnum sem var tilkynntur á föstudag.

Íslenska landsliðið kemur saman í næstu viku fyrir leikinn gegn Sviss laugardaginn 8. september. Þriðjudaginn 11. september koma Belgar í heimsókn á Laugardalsvöll en miðasala á þann leik hefst í hádeginu í dag.

Smelltu hér til að sjá landsliðshópinn
Athugasemdir
banner
banner
banner