Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 28. september 2020 16:08
Elvar Geir Magnússon
Annar þjálfari í þýsku Bundesligunni rekinn
Achim Beierlorzer.
Achim Beierlorzer.
Mynd: Getty Images
Þrátt fyrir að tímabilið sé nýfarið af stað er búið að reka tvo stjóra í þýsku Bundesligunni. Það er einungis tíu dagar búnir af tímabilinu.

David Wagner var rekinn frá Schalke í gær og nú er Mainz búið að reka sinn stjóra.

Achim Beierlorzer hefur verið rekinn frá Mainz en þýskir fjölmiðlar segja að hann hafi misst klefann eftir að Sóknarmanninum Adam Szalai var tjáð að hann gæti fundið sér nýtt félag.

Mainz tapaði 4-1 fyrir Stuttgart um helgina.

Það hafa verið læti bak við tjöldin hjá Mainz og sagt að Szalai hafi krafist þess að leikmenn fengju borgað þær greiðslur sem þeir eiga inni eftir að keppni ver frestað vegna kórónaveirufaraldursins.

Beierlorzer er 52 ára og stýrði Mainz frá því í nóvember í fyrra. Aðstoðarþjálfarinn Jan-Moritz Lichte er tekinn við stjórnartaumunum til bráðabirgða.
Athugasemdir
banner
banner
banner