Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 28. september 2020 22:10
Aksentije Milisic
Jota: Vil skora fleiri mörk
Mynd: Getty Images
Diogo Jota kom inn á sem varamaður í sínum fyrsta leik fyrir Liverpool í kvöld.

Hann fékk gott færi eftir sendingu frá Mohamed Salah en skaut í hliðarnetið. Stuttu síðar tókst honum hins vegar að skora með góðu skoti í fjærhornið frá vítateigslínunni. Þar með gulltryggði hann sigur Liverpool á Arsenal.

„Þetta var frábær tilfinning. Ég vildi óska þess að völlurinn hefði verið fullur af áhorfendum en ég er sáttur með að skora og tryggja sigurinn," sagði Portúgalinn.

„Í fótbolta skorar þú stundum og klúðrar stundum. En þú verður að trúa og það var það sem ég gerði. Stjórinn sagði mér að pressa hátt uppi á vellinum eins og við gerðum. Hann sagði mér að njóta þess að vera með boltann og gera hluti sem ég er góður í."

„Það er alltaf erfiðast að skora fyrsta markið. Ég er búinn að því en ég vil meira. Ég mun halda áfram að æfa vel og gera mitt besta í leikjum."

Jota varð 33 leikmaðurinn sem skorar fyrir Liverpool í ensku úrvalsdeildinni undir stjórn Jurgen Klopp.
Athugasemdir
banner
banner