Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 28. september 2021 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Meistaradeildin í dag - Man City fer til Parísar
Messi ætti að vera klár fyrir leikinn.
Messi ætti að vera klár fyrir leikinn.
Mynd: Getty Images
Önnur umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu hefst í dag.

Stærsti leikur umferðarinnar er í A-riðli þegar PSG fær Man City í heimsókn. PSG hóf riðlakeppnina illa en liðið gerði jafntefli gegn Club Brugge á meðan City vann RB Leipzig í markaleik 6-3.

Í B-riðli fer Liverpool til Portúgal og mætir Porto. Atletico Madrid heimsækir AC Milan. Liverpool vann Milan 3-2 í fyrstu umferð á meðan Atletico og Porto gerðu jafntefli.

Dortmund fær Sporting í heimsókn kl 19 í C-riðli. Ajax fær Besiktas í heimsókn kl 16:45. Ajax valtaði yfir Sporting 5-1 í fyrstu umferð á meðan Dortmund vann Besiktas 2-1.

Í D-riðli fer Inter í heimsókn til Shakhtar kl 16:45. Real Madrid mætir Sherif kl 19. Sheriff er á toppnum eftir 2-0 sigur á Shakhtar á meðan Real vann Inter 1-0.

A-riðill
19:00 RB Leipzig - Club Brugge
19:00 PSG - Man City (Beint á Stöð 2 Sport)

B-riðill
19:00 Milan - Atletico Madrid (Beint á Stöð 2 Sport)
19:00 Porto - Liverpool

C-riðill
16:45 Ajax - Besiktas
19:00 Dortmund - Sporting

D-riðill
16:45 Shakhtar D - Inter (Beint á Stöð 2 Sport)
19:00 Real Madrid - Sherif (Beint á Stöð 2 Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner