Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 28. september 2022 11:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Erfiðasti tími Ronaldo á ferlinum - Mikil umræða í heimalandinu
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo.
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo, einn besti fótboltamaður sögunnar, er líklega að upplifa sinn erfiðasta tíma á ferlinum.

Hann er bara varamaður hjá Manchester United og í Portúgal er hann að fá mikla gagnrýni.

Ronaldo, sem er að verða 38 ára gamall, átti mjög dapran leik þegar Portúgal tapaði fyrir Spánverjum í Þjóðadeildinni í gær. Núna er því kastað fram hvort Ronaldo eigi að vera í byrjunarliði Portúgal á HM í Katar í vetur.

A Bola sem er einn stærsti fjölmiðillinn kallaði eftir því í tengslum við leikinn gegn Spán að Ronaldo yrði settur á bekkinn.

Ronaldo er á niðurleið á sínum ferli og núna eru stór spurningamerki sett við það hvort hann eigi að byrja á bekknum þegar Portúgal hefur leik á HM. Hann er þeirra stærsta stjarna í sögunni en svona er umræðan núna.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner