Chelsea og Man Utd berjast um miðjumann - Palace vill leikmann Bayern og Brennan Johnson
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
banner
   fim 28. september 2023 22:13
Kjartan Leifur Sigurðsson
Addi Grétars: Það verða örugglega breytingar
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
„Flottur leikur á milli tveggja liða sem vilja spila fótbolta. Við erum frábærir fyrsta hálftímann. Seinni hálfleikur spilaðist þannig að Blikar voru með yfirhöndina. Síðustu tíu tengjum við betur og komumst í fín færi. Ánægður að skora fjögur mörk og skapa slatta af færum.” Segir Arnar Grétarsson eftir 4-2 sigur Vals á Blikum.

Lestu um leikinn: Valur 4 -  2 Breiðablik

Vörn Vals hélt ágætlega í dag þrátt fyrir að vera undir pressu á löngum köflum.

„Það var sérstaklega í seinni hálfleik sem þeir þrýsta okkur niður. Það voru allir að verjast og hjálpa hvor öðrum. Við erum svo alltaf hættulegir þegar við sækjum hratt.”

Patrick Pedersen var frábær og setti þrennu í dag.

„Hann var flottur í dag og ekki bara þegar kom að mörkunum. Hann var flottur í fyrri hálfleik. Heilt yfir var hann flottur ásamt fleirum.

Stutt er á milli leikja og það er strax leikur gegn FH um helgina hjá Val.

„Það verða örugglega breytingar. Við höfum ekkert farið í það. Það er jákvætt að tryggja annað sætið en við höldum áfram. Við höfum haft erfitt með FH og munum reyna að ná í þrjú stig.”
Athugasemdir
banner