„Flottur leikur á milli tveggja liða sem vilja spila fótbolta. Við erum frábærir fyrsta hálftímann. Seinni hálfleikur spilaðist þannig að Blikar voru með yfirhöndina. Síðustu tíu tengjum við betur og komumst í fín færi. Ánægður að skora fjögur mörk og skapa slatta af færum.” Segir Arnar Grétarsson eftir 4-2 sigur Vals á Blikum.
Lestu um leikinn: Valur 4 - 2 Breiðablik
Vörn Vals hélt ágætlega í dag þrátt fyrir að vera undir pressu á löngum köflum.
„Það var sérstaklega í seinni hálfleik sem þeir þrýsta okkur niður. Það voru allir að verjast og hjálpa hvor öðrum. Við erum svo alltaf hættulegir þegar við sækjum hratt.”
Patrick Pedersen var frábær og setti þrennu í dag.
„Hann var flottur í dag og ekki bara þegar kom að mörkunum. Hann var flottur í fyrri hálfleik. Heilt yfir var hann flottur ásamt fleirum.
Stutt er á milli leikja og það er strax leikur gegn FH um helgina hjá Val.
„Það verða örugglega breytingar. Við höfum ekkert farið í það. Það er jákvætt að tryggja annað sætið en við höldum áfram. Við höfum haft erfitt með FH og munum reyna að ná í þrjú stig.”
Athugasemdir