Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
   fim 28. september 2023 17:05
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dean Martin lætur af störfum hjá Selfossi (Staðfest)
Lengjudeildin
watermark Dean Martin.
Dean Martin.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Knattspyrnudeild Selfoss og Dean Martin hafa komist að samkomulagi um að Dean láti af störfum sem þjálfari meistaraflokks karla eftir um það bil fimm ár í starfi.

Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Selfyssingum.

Dean Martin tók við liði Selfoss í erfiðri stöðu um mitt tímabil 2018 en þá sat liðið ellefa sæti í 1. deildarinnar. Ekki tókst að forða liðinu frá falli það sumarið og var það 2. deild sem beið sumarið 2019. Afar litlu mátti muna, eða einungis einu stigi, að liðið kæmist í fyrstu tilraun aftur upp í 1. deild aftur en ekki náðist það.

Sumarið 2020 stýrði Dean Selfyssingum upp í 1. deild. Sumarið 2021 endaði liðið í áttunda sæti Lengjudeildarinnar og í níunda sæti árið eftir. Niðurstaða tímabilsins í ár var mikil vonbrigði og féll liðið um deild og mun leika í 2. deild næsta sumar.

„Þessi fimm ár hafa verið frábær. Ég hef kynnst svo mikið af frábæru fólki í kringum félagið og fengið að þjálfa frábæra knattspyrnumenn, ég hef elskað hverja einustu mínútu hérna. Það hefur verið frábært að fylgjast með leikmönnum koma upp úr yngri flokkum og sjá þá þroskast, vaxa og dafna sem leikmenn í meistaraflokki. Ég mun koma til með að sakna öllu því frábæra fólki sem ég hef fengið að kynnast og starfa með,” segir Dean við starfslokin.

„Mig langar að þakka öllum þeim þjálfurum og starfsfólki sem ég hef starfað með í kringum liðið þennan tíma og fyrir alla þá vinnu, dugnað og kraft sem þeir settu í verkefnið með mér. Haldið áfram ykkar góða starfi, áfram Selfoss!" segir Dean Martin að lokum.

Það mun nýr þjálfari fá það verkefni að reyna að koma Selfossi aftur upp en sögusagnir hafa verið um að Dean sé á leið inn í þjálfarateymi ÍA sem mun leika í Bestu deildinni á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner