Man Utd og Dortmund vinna að skiptidíl - Osimhen til Chelsea?
banner
   fim 28. september 2023 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guðbjörg þjálfar markverði í yngri landsliðum Svíþjóðar
watermark Guðbjörg er fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands.
Guðbjörg er fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðbjörg Gunnarsdóttir, fyrrum landsliðsmarkvörður Íslands, tilkynnti nýverið að hún væri byrjuð að þjálfa markverði í yngri landsliðum Svíþjóðar.

„Þakklát fyrir tækifærið og traustið sem sænska knattspyrnusambandið hefur gefið mér sem markmannsþjálfari hjá yngri landsliðum Svía," segir Guðbjörg í færslu á samfélagsmiðlum.

Guðbjörg, sem var landsliðsmarkvörður Íslands í mörg ár, lagði hanskana á hilluna sumarið 2021.

Guðbjörg hefur starfað sem markvarðarþjálfari í Svíþjóð eftir að hún hætti en hún hóf störf hjá Eskilstuna eftir að hanskarnir fóru upp á hillu.

Á farsælum leikmannaferli sínum spilaði Guðbjörg með FH og Val á Íslandi, Djurgården í Svíþjóð, Avaldsnes, Lillström og Arna-Björnar í Noregi og Turbine Potsdam í Þýskalandi.


Athugasemdir
banner
banner
banner