Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 28. október 2020 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Sancho ekki þótt spila vel - Áhugi Man Utd sagður vera ástæðan
Mynd: Getty Images
Jadon Sancho hefur verið undir smásjá Manchester United að undanförnu og var nokkuð ljóst í sumar að Sancho væri aðalskotmark rauða liðsins í Manchester. Sancho er leikmaður Dortmund og vildu gulir fá háa upphæð fyrir enska vængmanninn. United var ekki tilbúið að borga þá upphæð sem sögð er vera 120 milljónir evra.

Sancho hefur ekki farið vel af stað á leiktíðinni, í það minnsta ekki jafn vel og búist var við eftir frábæra síðustu leiktíð. Væntingarnar til Sancho eru miklar og vill Lucien Favre, stjóri Dortmund, meina að Manchester United og langvarandi áhugi félagsins sé að hafa áhrif á Sancho.

Sancho hefur ekki skorað í fjórum leikjum í Bundesliga. Hann hefur hins vegar lagt upp þrjú mörk og skorað eitt mark þegar horft er á allar keppnir þetta haustið.

„Allir leikmenn eiga kafla þar sem gengur kki jafn vel. Það var mikið talað um Sancho í sumar og það er eitthvað sem getur haft áhrif. Enginn leikmaður getur spilað sinn besta fótbolta í heilt ár samfleitt, það er ómögulegt. Það er eitthvað sem verður að samþykkja," sagði Favre á blaðamannafundi í gær.
Athugasemdir
banner
banner
banner