Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   fös 28. október 2022 21:06
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Skrautlegt jafntefli á Mallorca
Mynd: EPA
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mallorca 1 - 1 Espanyol
1-0 Vedat Muriqi ('48)
1-1 Jose Carlos Lazo ('70)


Mallorca og Espanyol skildu jöfn í fyrsta leik helgarinnar í spænska boltanum.

Staðan var markalaus eftir jafnan fyrri hálfleik og tók Vedat Muriqi forystuna fyrir Mallorca í upphafi síðari hálfleiks. Muriqi er þar með kominn með 6 mörk í 10 deildarleikjum.

Heimamenn í Mallorca voru betri aðilinn en gestirnir náðu að setja stórfurðulegt jöfnunarmark á 70. mínútu. Jose Carlos Lazo skoraði þá með magnaðri vippu sem blekkti markvörð Mallorca hrikalega og endaði í netinu.

Vippuna er hægt að sjá hér en þetta er líklega misheppnuð fyrirgjöf hjá Lazo sem endaði óvart í netinu. Það er þó ekki hægt að útiloka að kantmaðurinn hafi verið að reyna þetta.

Það var mikil spenna á lokakaflanum þar sem heimamenn komust nálægt því að sigra en tókst ekki. Það voru mikil læti undir lok leiksins þar sem bekkur Mallorca var ekki sáttur með dómaraákvarðanir. Það endaði með því að Pablo Maffeo, leikmaður, og Javier Aguirre, aðalþjálfari, voru reknir upp í stúku með rauð spjöld.

Lokatölur 1-1 og eru bæði lið í neðri hluta deildarinnar, Mallorca með 13 stig og Espanyol 11 eftir 12 umferðir.


Athugasemdir
banner
banner
banner