Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 28. nóvember 2020 21:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Fyrsti sigur WBA kom gegn lánlausu liði Sheffield United
Leikmenn West Brom fagna marki sínu.
Leikmenn West Brom fagna marki sínu.
Mynd: Getty Images
West Brom 1 - 0 Sheffield Utd
1-0 Conor Gallagher ('13 )

West Brom vann sinn annan sigur í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu þegar liðið lagði Sheffield United að velli í síðasta leik dagsins í deildinni.

Conor Gallagher, lánsmaður frá Chelsea, kom West Brom yfir á 13. mínútu þegar hann skoraði í kjölfarið á hornspyrnu.

Staðan var 1-0 í hálfleik fyrir West Brom. Þegar líða fór á seinni hálfleikinn þá fóru gestirnir að skapa sér góð færi, en Sam Johnstone var öflugur í marki West Brom eins og gegn Manchester United um síðustu helgi.

Á 96. mínútu fékk Lys Mousset dauðafæri upp við markið, en setti boltann yfir það. Það súmmerar upp tímabil Sheffield United til þessa; stórt klúður.

Leikurinn endaði 1-0 fyrir West Brom og spútniklið síðasta tímabils er ekki að byrja þetta tímabil vel. Liðið er aðeins með eitt stig eftir tíu leiki og er á botni deildarinnar. West Brom er með tíu stig og er komið upp úr fallsæti.

Önnur úrslit í dag:
England: VAR-dramatík í jafntefli Liverpool og Brighton
England: Magnaður Mahrez - Meira að segja Mendy skoraði
England: Fullt af tækifærum og Leeds nýtti eitt þeirra
Athugasemdir
banner