Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   lau 28. nóvember 2020 21:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Mjög óvænt úrslit
Pirlo er á sínu fyrsta tímabili með Juventus. Það hefur ekki gengið rosalega vel.
Pirlo er á sínu fyrsta tímabili með Juventus. Það hefur ekki gengið rosalega vel.
Mynd: Getty Images
Það voru óvænt úrslit í leikjum kvöldsins í ítölsku úrvalsdeildinni.

Ítalíumeistarar Juventus gerðu jafntefli á útivelli gegn Benevento. Cristiano Ronaldo var hvíldur og lærisveinar Andrea Pirlo voru ekki upp á sitt besta.

Juventus er í fimmta sæti deildarinnar með 17 stig og Benevento er í 12. sæti með tíu stig. Juventus hefur ekki enn tapað en liðið er búið að gera fimm jafntefli í fyrstu níu leikjum sínum.

Þá tapaði Atalanta á heimavelli gegn Hellas Verona. Atalanta fór til Liverpool í vikunni og vann þar 2-0 sigur í Meistaradeildinni. Sá leikur hefur tekið mikla orku úr liðinu, greinilega. Hellas Verona er í sjötta sæti með 15 stig og Atalanta er í áttunda sæti með stigi minna.

Atalanta 0 - 2 Verona
0-1 Miguel Veloso ('62 , víti)
0-2 Mattia Zaccagni ('83 )

Benevento 1 - 1 Juventus
0-1 Alvaro Morata ('21 )
1-1 Gaetano Letizia ('45 )
Rautt spjald: Alvaro Morata, Juventus ('90)

Önnur úrslit:
Ítalía: Inter og Venezia unnu sigra
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner