Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   lau 28. nóvember 2020 22:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Real Madrid tapaði á heimavelli gegn Alaves
Þá eru allir leikir dagsins í spænsku úrvalsdeildinni. Gæti þetta verið árið fyrir Atletico Madrid eða jafnvel Real Sociedad til að vinna titilinn?

Það er spurning sem hægt er að spyrja sig eftir úrslit dagsins. Ríkjandi meistarar Real Madrid töpuðu nefnilega fyrir Alaves á heimavelli.

Lucas Perez, fyrrum sóknarmaður Arsenal, og Joselu, fyrrum sóknarmaður Newcastle, skoruðu mörkin fyrir Alaves í 2-1 sigri.

Real er í fjórða sæti með 17 stig, sex stigum frá toppnum. Alaves 15. sæti með tíu stig. Real Sociedad og Atletico Madrid eru bæði með 23 stig, en Atletico á leik til góða á Sociedad sem hefur spilað tíu leiki. Barcelona er sem stendur í 13. sæti með 11 stig eftir átta leiki.

Sevilla er í fimmta sæti, einu stigi á eftir Real, eftir 1-0 útisigur gegn Huesca. Hér að neðan má sjá stigatöfluna í deildinni, en það gæti tekið tíma fyrir hana að uppfæra sig.

Huesca 0 - 1 Sevilla
0-1 Youssef En-Nesyri ('83 )

Real Madrid 1 - 2 Alaves
0-1 Lucas Perez ('5 , víti)
0-2 Joselu ('49 )
1-2 Casemiro ('86 )

Önnur úrslit:
Spánn: Sjötti deildarsigur Atletico í röð - Boye í aðalhlutverki
Athugasemdir