mán 28. nóvember 2022 22:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Heimurinn ekki öruggur fyrir samkynhneigða - „FIFA ýtir undir ástandið"
Gunnhildur Yrsa
Gunnhildur Yrsa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Landsliðskonan Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir birti pistil á Twitter síðu sína í kvöld þar sem hún ræðir ástandið í Katar. Samkynhneigðir hafa engin réttindi þar í landi.


Mikið hefur borið á þessu þar sem FIFA hefur bannað regnbogafyrirliðaböndin en þýska landsliðið mótmælti þessu m.a. fyrir leik á mótinu.

Gunnhildur sem er samkynhneigð bendir á skotárásir á skemmtistöðum fyrir samkynhneigða, önnur sem átti sér stað í Orlando fyrir nokkrum árum, þar sem hún spilar með Orlando Pride. Einnig var skotárás í Colorado á dögunum.

„Heimurinn er ekki öruggur fyrir samkynhneigða það er bara þannig, því miður ýtir FIFA undir ástandið. Ég hef verið stolt af því að spila fótbolta, þar sem allir væru velkomnir en í dag líður mér ekki þannig," skrifar Gunnhildur.

Gunnhildur vonast til að þetta heimsmeistaramót valdi því að fleiri taki þátt í baráttu samkynhneigðra svo eitthvað verði gert í málinu. Allan pistilinn má lesa hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner