Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 28. nóvember 2022 14:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shaw um myndbandið eftir Íslandsleikinn: Ekki fallega gert
Luke Shaw lengst til hægri.
Luke Shaw lengst til hægri.
Mynd: Getty Images
Luke Shaw, vinstri bakvörður enska landsliðsins, segir að liðið finni fyrir auka hvatningu fyrir leikinn gegn Wales á HM á morgun.

Það er ekki bara það að England kemst áfram með því að ná í stig úr leiknum sem veitir þeim hvatningu, það er líka myndband frá 2016 sem gerir það.

Wales fagnaði mikið er Ísland vann nágranna þeirra frá Englandi í 16-liða úrslitunum á Evrópumótinu 2016. Fór myndband af því sem eldur um sinu á veraldarvefnum.

„Það er hægt að segja það," sagði Shaw er hann var spurður út í það hvort þetta veitti leikmönnum auka hvatningu fyrir leikinn á morgun. „En við erum á HM og þurfum ekki mikið meiri hvatningu en það."

„Auðvitað var þetta ekki fallega gert. Við viljum tala inn á vellinum," sagði Shaw og bætti við að enska liðið myndi ekki fagna á svona hátt. „Við berum virðingu fyrir andstæðingnum og viljum gera hlutina rétt."

Sjá einnig:
Segist hafa verið að fagna árangri Íslands - „Barnalegir hálfvitar"


Athugasemdir
banner
banner