Íslenska kvennalandsliðið skipað leikmönnum 19 ára og yngri tapaði fyrir Danmörku, 2-1, í fyrri umferð í undankeppni Evrópumótsins í dag.
Hin 17 ára gamla Louise Strauss, sem er á mála hjá AC Milan, kom Dönum yfir á 16. mínútu bætti jafnaldra hennar, Alberte Mott, við öðru tveimur mínútum síðar.
Líf Joostdóttir van Bemmel minnkaði muninn fyrir Ísland undir lok hálfleiksins eftir stoðsendingu Berglindar Hlynsdóttur.
Tap hjá Íslandi í fyrsta leik en á laugardag mæta þær Portúgölum.
Sá leikur hefst klukkan 18:00 og er í beinni útsendingu á síðu KSÍ í Sjónvarpi Símans.
Athugasemdir



