Arsenal á eftir miðjumanni Elche - Roma vill fá Zirkzee lánaðan - City gæti blandað sér í baráttuna um Semenyo
banner
   mið 26. nóvember 2025 23:21
Elvar Geir Magnússon
Einkunnir Arsenal - Einn sem var hærri en Rice í frábærum sigri
Úr leik Arsenal og Bayern í kvöld.
Úr leik Arsenal og Bayern í kvöld.
Mynd: EPA
Timber var valinn maður leiksins.
Timber var valinn maður leiksins.
Mynd: EPA
Declan Rice átti frábæran leik á miðsvæði Arsenal sem er eina liðið með fullt hús eftir fimm umferðir í Meistaradeildinni. Rice var umferðarstjórinn á miðsvæðinu í 3-1 sigri gegn Bayern München.

Íþróttafréttamaðurinn Isaan Khan hjá Daily Mail sá um einkunnagjöfina eftir leikinn og gaf Rice 8. Það var einn leikmaður sem fær hærri einkunn, Jurrien Timber með 8,5.

„Alhliða varnarmaður sem heillar í hverri viku. Traustur varnarlega en sýndi líka mikla sóknarhættu. Hann skoraði með skalla eftir hornspyrnu frá Bukayo Saka," segir í umsögn um Timber.

Mikel Arteta, stjóri Arsenal, fær 7,5 í einkunn og umsögnina: „Meistaraframmistaða gegn öflugum andstæðingum, og tókst það með því að geta dreift álaginu."

Einkunnir Arsenal:
David Raya - 6,5
Jurrien Timber - 8,5
William Saliba - 6,5
Cristhian Mosquera - 7
Myles Lewis-Skelly - 6
Declan Rice - 8
Martin Zubimendi - 7,5
Eberechi Eze - 6,5
Bukayo Saka - 7
Mikel Merino - 6
Leandro Trossard - 6,5
(Noni Madueke - 7,5
Gabriel Martinelli - 6,5
Riccardo Calafiori - 7)
Athugasemdir
banner
banner