Tómas Bent Magnússon vonast til þess að Hearts geti svarað eftir fyrsta deildartap sitt á tímabilinu þegar liðið heimsækir Motherwell á laugardaginn.
Tómas hefur byrjað síðustu tvo leiki en Hearts er á toppi skosku deildarinnar, fjórum stigum á undan Celtic sem á leik til góða. Hearts tapaði 1-0 gegn Aberdeen í síðustu umferð.
Tómas hefur byrjað síðustu tvo leiki en Hearts er á toppi skosku deildarinnar, fjórum stigum á undan Celtic sem á leik til góða. Hearts tapaði 1-0 gegn Aberdeen í síðustu umferð.
„Þetta var smá bakslag en við þurfum að reyna að taka það jákvæða úr leiknum og horfa fram á næsta leik, reyna að gleyma þessu tapi," segir Tómas.
„Við fengum færi í leiknum og komumst í góðar stöður, þetta var bara einn af þeim leikjum þar sem við náðum ekki að reka smiðshöggið. Tapið var alltaf að fara að koma, það kom á sunnudag og við þurfum bara að hrista það af pkkur og láta vaða á næsta leik."
Síðast þegar Hearts mætti Motherwell skildu liðin jöfn í september 3-3 eftir að Motherwell komst þremur mörkum yfir.
„Þeir voru alveg frábærir í 45-60 mínútur en við hefðum getað rænt þessu í lokin. Það sýnir hversu góður þessi hópur er."
Tómas var spurður að því hvernig honum hefði gengið að aðlagast eftir að hann kom til Hearts frá Val í sumar.
„Ég tel mig hafa aðlagast vel hérna. Þetta er stór hópur en það eru allir félagar. Ef einhver er á undan þér í röðinni þá reynir þú bara að hjálpa honum," segir Tómas en hann er með eitt mark í tíu spiluðum deildarleikjum á tímabilinu.
????? ???????????????????? ????????????????????????????????????????: ???????????????????? ????????????????????????????????????
— Heart of Midlothian FC (@JamTarts) November 27, 2025
Tomas looks ahead to Saturday's trip to Motherwell.
Get closer to Hearts with @FanHub ????
???? ?? https://t.co/043TyB75FJ
???? ?? https://t.co/GF2u5vd2bw pic.twitter.com/6OKtYELNNg
Athugasemdir



