Forest hafnar öllum tilboðum í Anderson sem er á óskalista Man Utd - Tottenham vill fá Samu Aghehowa
banner
   fim 27. nóvember 2025 22:29
Brynjar Ingi Erluson
Sambandsdeildin: Palace tapaði í Frakklandi - Fiorentina án sigurs í síðustu sjö leikjum
Palace tapaði fyrir Strasbourg
Palace tapaði fyrir Strasbourg
Mynd: EPA
Albert Guðmunds byrjaði hjá Fiorentina
Albert Guðmunds byrjaði hjá Fiorentina
Mynd: EPA
Ensku bikarmeistararnir í Crystal Palace töpuðu fyrir franska liðinu Strasbourg, 2-1, í 4. umferð Sambandsdeildar Evrópu í kvöld.

Tyrick Mitchell sá um að koma Palace í forystu tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks, en í þeim síðari komu heimamenn í Strasbourg til baka og skoruðu tvö.

Hollenski framherjinn Emmanuel Emegha jafnaði metin áður en Samir El Mourabet gerði sigurmarkið fyrir Strasbourg sem er í öðru sæti með 10 stig en Palace í 18. sæti með 6 stig.

Albert Guðmundsson byrjaði hjá Fiorentina sem tapaði óvænt fyrir AEK, 1-0, í Flórens.

Það hefur ekkert gengið hjá Fiorentina á þessari leiktíð, en liðið er án sigurs í síðustu sjö leikjum.

Einu sigurleikir liðsins á tímabilinu hafa komið í Sambandsdeildinni, en liðið er þar með 6 stig og situr sem stendur í 17. sæti.

Guðmundur Þórarinsson byrjaði hjá Noah sem gerði 1-1 jafntefli við Aberdeen í Skotlandi. Kjartan Már Kjartansson var ekki með Skotunum í kvöld.

Noah er í 23. sæti með 5 stig en Aberdeen í 33. sæti með 2 stig.

Drita FC 1 - 0 Shkendija
1-0 Arb Manaj ('20 )

Shamrock 1 - 2 Shakhtar D
0-1 Kaua Elias ('23 )
0-2 Yegor Nazaryna ('77 )
1-2 Connor Malley ('87 )

Legia 0 - 1 Sparta Praha
0-1 Angelo Preciado ('41 )

Fiorentina 0 - 1 AEK
0-1 Mijat Gacinovic ('35 )

Rijeka 0 - 0 AEK Larnaca

Aberdeen 1 - 1 Noah
1-0 Kevin Nisbet ('45 )
1-1 Nardin Mulahusejnovic ('52 )

Strasbourg 2 - 1 Crystal Palace
0-1 Tyrick Mitchell ('35 )
1-1 Emanuel Emegha ('53 )
2-1 Samir El Mourabet ('77 )

Jagiellonia 1 - 0 KuPS
1-0 Afimico Pululu ('51 )
Sambandsdeildin
Lið L U J T Mörk mun Stig
Athugasemdir
banner
banner